Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. október 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Bjarni Ben tók víkingaklappið fyrir Collymore
Icelandair
Collymore og Bjarni ræða málin.
Collymore og Bjarni ræða málin.
Mynd: Twitter
Stan Collymore, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, hefur undanfarna daga skemmt sér vel á Íslandi við upptöku á sjónvarpsþætti um íslenska landsliðið.

Collymore hitti meðal annars Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í vikunni. Hann ræddi við Bjarna um fótboltann.

„Fyrir hönd allra íslendinga sem hafa fylgst lengi með liðinu þá er ég stoltur," sagði Bjarni meðal annars.

„Ef þú leggur hart að þér þá getur þú afrekað ótrúlega hluti og það er mikilvægast að mínu mati."

Hér að neðan má sjá innslag þar sem Collymore ræðir við Bjarna en í lokin skellir forsætisráðherrann í víkingaklapp þegar hann er spurður út í HM í Rússlandi.

„Ég mun gera húh. Ég fer þangað," sagði Bjarni og tók klappið fræga.

Sjá einnig:
Collymore hitti Heimi, Guðna Bergs og Bjarna Ben í dag



Athugasemdir
banner
banner