Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 12. október 2017 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Góður árangur liða á gervigrasi - Valur með besta heimavöllinn
Mynd: Improve.is
Þegar heimavallaárangur allra knattspyrnuliða landsins í fjórum efstum deildum er skoðaður kemur í ljós að heimavöllur Valsmanna er besti heimavöllur landsins út frá stigasöfnun.

Sigurmark Bjarna Ólafar gegn Víkingum í lokaumferð Pepsideildarinnar gerði það að verkum að Valur náði í 23 stig á heimavelli í sumur og fór þannig upp fyrir Fylki sem náði í 22 stig á sínum heimavelli í Árbænum.

Völsungur frá Húsavík var það lið sem skoraði mest á heimavelli í sumar eða alls 32 mörk.

Á líðandi tímabili má með sanni segja að Fossvogurinn hafi ekki verið að gefa vel því samtals náðu Berserkir og Víkingur R. í 12 stig á heimavelli.

Athygli vekur hve mörg lið af þeim liðum sem náðu bestum árangri á heimavelli spiluðu á gervigrasi.

*Nokkur lið í neðri deildunum spiluðu heimaleiki sína á tveimur völlum. Liðin í 3. deild spiluðu aðeins 9 heimaleiki meðan liðin í deildunum fyrir ofan spiluðu 11 heimaleiki.
Heimild: ksi.is

Heimildarvinna:z Guðni Erlendsson
https://www.facebook.com/improve.gudni/
www.improve.is
Athugasemdir
banner
banner
banner