Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 12. október 2017 10:46
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns ræddi við ÍA
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson ræddi við ÍA í vikunni um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.

Heimir var rekinn frá FH í síðustu viku eftir að hafa raðað inn titlum sem leikmaður og þjálfari undanfarin 18 árin.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ræddi Heimir við ÍA í vikunni. Hins vegar náðust ekki samningar og allt bendir til þess að Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, verði næsti þjálfari ÍA.

Heimir vildi hvorki játa né neita að hann hefði átt í viðræðum við ÍA.

„Það er bara rólegt hjá mér. Ég er bara rólegur hérna heima og að njóta lífsins," sagði Heimir við Fótbolta.net aðspurður hvort hann hefði rætt við ÍA.

Heimir þekkir til hjá ÍA en hann lék með liðinu árin 1998 og 1999.

Jón Þór Hauksson stýrði ÍA í síðustu leikjum tímabilsins í Pepsi-deildinni eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum. Jón Þór staðfesti í samtali við Fótbolta.net í gær að hann verði ekki áfram þjálfari skagamanna.

Sjá einnig:
Jón Þór ekki áfram með ÍA - Jói Kalli að taka við?
Segir að Skagamenn hafi rætt við Jón Þór
Myndir: Heimir Guðjóns og gullaldartímabil FH
Athugasemdir
banner
banner