Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. október 2017 09:17
Magnús Már Einarsson
Íslenska landsliðið til Kína í nóvember?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beijing Youth Daily greinir frá því í dag að íslenska landsliðið mæti því kínverska í vináttulandsleik í næsta mánuði. Samkvæmt fréttinni fer leikurinn fram í Guangzhou í Kína þann 10. nóvember.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vill ekki staðfesta þessar fréttir í samtali við Vísi.is.

„Ég get ekki sagt að við séum ekki að fara til Kína en heldur ekki staðfest að við séum að fara þangað. Við erum með erlenda ráðgjafa sem eru að hjálpa okkur að finna verkefni og við vonumst til að vera búin að finna lausn á þessu mjög fljótlega,“ segir Klara við Vísi.

Samkvæmt fréttum frá Kína munu Marcelo Lippi og lærisveinar hans í kínverska landsliðinu einnig mæta landsliði Kolumbíu í vináttuleik þann 14. nóvember. Ísland og Kolumbía munu samkvæmt fréttinni mæta með sitt sterkasta lið til leiks í þessa vináttuleiki.

Í janúar á þessu ári fór íslenska landsliðið á æfingamót í Kína. Ekki var um að ræða alþjóðlega leikdaga og því voru flestir af lykilmönnum íslesnka landsliðsins ekki með á því móti.

Í nóvember eru alþjóðlegir leikdagar og Ísland er nú að skoða möguleika á vináttuleikjum þá þar sem liðið þarf ekki að fara í umspil um sæti á HM.

Sjá einnig:
Möguleiki að landsliðið spili vináttuleiki í nóvember
Athugasemdir
banner