banner
   fim 12. október 2017 12:51
Magnús Már Einarsson
Jói Kalli að taka við ÍA
Jóhannes Karl var þjálfari árins í Inkasso-deildinni.
Jóhannes Karl var þjálfari árins í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, verður næsti þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu ÍA en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Samkvæmt fréttinni fékk Jóhannes Karl leyfi frá HK í gær til að hefja viðræður við ÍA í gærkvöldi.

Jóhannes Karl stýrði HK í 4. sætið í Inkasso-deildinni í sumar. Eftir tímabilið var hann valinn þjálfari ársins í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum.

Jón Þór Hauksson stýrði ÍA í síðustu leikjum tímabilsins í Pepsi-deildinni eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum.

Jón Þór staðfesti í samtali við Fótbolta.net í gær að hann verði ekki áfram þjálfari skagamanna.

ÍA féll úr Pepsi-deildinni og leikur því í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Sjá einnig:
Jón Þór ekki áfram með ÍA - Jói Kalli að taka við?
Segir að Skagamenn hafi rætt við Jón Þór
Heimir Guðjóns ræddi við ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner