Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. október 2017 11:01
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hvort Almarr verði með KA næsta sumar
Almarr gæti yfirgefið KA.
Almarr gæti yfirgefið KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Almarr Ormarsson spili með KA næsta tímabil en hann hefur verið í viðræðum við félagið. Þessi 29 ára leikmaður lék 20 leiki með KA í Pepsi-deildinni á liðnu sumri og skoraði þrjú mörk.

Orðrómur hefur verið í gangi um að Almarr verði á höfuðborgarsvæðinu næsta sumar.

„Ég er ásamt KA að skoða möguleikana sem eru fyrir hendi. Ég og kærastan mín vorum að eignast barn fyrir tveimur dögum. Það setur ákveðnar skorður í veginn. Ég er búinn að ræða við KA um möguleikana, hvort ég skipti um lið eða fái að koma seinna norður," segir Almarr.

„Ég útiloka ekki neitt. Ég er fyrir sunnan núna en ræddi við KA áður en ég fór. Það eru allir rólegir í þessu, ég er búinn að vera að einbeita mér að nýju verkefni og hitt er ekki alveg komið af stað."

Almarr hóf meistaraflokksferil sinn hjá KA áður en fór til Fram og síðan KR áður en hann hélt aftur norður fyrir tímabilið 2016.

KA hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili en það var fyrsta tímabil félagsins í efstu deild í langan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner