Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta sjálfsmark mun fylgja mér að eilífu"
Omar Gonzalez.
Omar Gonzalez.
Mynd: Getty Images
Omar Gonzalez mun líklega ekki fá mikinn svefn á næstunni.

Hann skoraði skrautlegt sjálfsmark þegar Bandaríkin töpuðu gegn Trínidad og Tóbagó í undankeppni HM, 2-1.

Eftir tapið var það ljóst að Bandaríkin verða ekki með á HM í Rússlandi á næsta ári, eftir þetta óvænta tap var 5. sætið niðurstaðan fyrir Bandaríkjamenn í CONCACAF-riðli undankeppninnar.

Bandaríkin misstu síðast af HM árið 1986.

Eftir leikinn bað varnarmaðurinn Gonzalez stuðningsmenn afsökunar á sjálfsmarkinu, hann á eftir að muna eftir því lengi.

„Ég held ég hafi sjáldan séð aðra eins óheppni," sagði Gonzalez um markið. „Þetta mark mun fylgja mér að eilífu."

Markið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner