Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. nóvember 2014 15:00
Alexander Freyr Tamimi
Ásgeir Sigurvinsson: Belgía mun vinna
Icelandair
Ásgeir Sigurvinsson býst við sigri Belga.
Ásgeir Sigurvinsson býst við sigri Belga.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Ásgeir Sigurvinsson, einn allra besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, býst við því að Belgía muni bera sigur úr bítum gegn strákunum okkar í vináttuleik í Brussel í kvöld.

Ásgeir lék með Standard Liége í Belgíu við góðan orðstír á árunum 1973-1981 áður en hann hélt til Þýskalands, en hann segir Íslendinga hafa tekið miklum framförum í fótbolta undanfarin ár og bendir á að Belgar eigi ekki von á auðveldum leik.

,,Það eru 10 eða 15 ár núna síðan við fengum aðstæður til að æfa fótbolta allt árið. Í Reykjavík voru byggð fjögur eða fimm knattspyrnuhús," sagði Ásgeir við rtbf.be.

,,Í dag erum við með marga atvinnumenn sem þróa sinn leik í Skandinavíu og við erum einnig með leikmenn á Englandi og meira að segja Ítalíu. Fótboltinn er íþrótt númer eitt á Íslandi jafnvel þó við séum með mjög sterkt handboltalandslið."

,,Lars Lagerback er mjög skipulagður þjálfari og hefur aga. Ísland er ekki með lið sem spilar samba fótbolta, en liðið er mjög samstillt og það er mikill karakter í því. Það vonast allir á Íslandi eftir því að liðið komist á EM 2016."

,,Bæði lið munu gera einhverjar tilraunir, þar sem þetta er vináttuleikur. Ég held að Belgía muni vinna en það verður ekki auðvelt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner