Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. nóvember 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið
Belgar setja stefnuna á met
Icelandair
Frá leik með Belgíu á HM í sumar.
Frá leik með Belgíu á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að völlurinn verður langt frá því að vera fullur í kvöld þegar Belgía og Ísland mætast í vináttuleik ytra.

Völlurinn tekur 50 þúsund áhorfendur en í gærkvöldi höfðu 20 þúsund miðar verið seldir.

Belgískir fjölmiðlar eru þó duglegir að fjalla um leikinn og eru búnir að reikna það út að ef liðið vinnur eða gerir jafntefli við Ísland og vinnur svo Wales í undankeppni EM á sunnudag kemst það í þriðja sæti á styrkleikalista FIFA.

Það yrði þá met í sögu Belgíu sem aldrei hefur verið það ofarlega á heimslistanum. Sem stendur sitja Belgar í fjórða sætinu en uppgangurinn hefur verið mikill, fyrir tveimur árum var liðið í 44. sæti.

Takist Belgíu að ná hagstæðum úrslitum í næstu tveimur leikjum fer liðið uppfyrir Kólumbíu á næsta heimslista.

Ísland er sem stendur í 28. sæti listans, efst af öllum þjóðum á Norðurlöndunum og hefur aldrei verið eins ofarlega.

Leikur Belgíu og Íslands í kvöld hefst 19:45 og verður sýndur beint og í opinni dagskrá á SkjáSporti auk þess sem hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner