mið 12. nóvember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Benteke: Ekkert til sem heitir vináttuleikur
Icelandair
Benteke byrjar gegn Íslandi.
Benteke byrjar gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Belgíski landsliðsmaðurinn Christian Benteke segist taka vináttulandsleiknum gegn Íslandi í kvöld mjög alvarlega.

Þessi framherji Aston Villa er að spila sinn fyrsta landsleik í ansi langan tíma, en hann sneri nýlega til baka úr erfiðum meiðslum sem urðu til þess að hann missti af HM 2014.

,,Liðið er enn betra en það var þegar ég meiddist," sagði Benteke.

,,Það er ekki til neitt sem heitir vináttuleikur. Við viljum vinna alla leiki, svo við munum taka þessa viðureign gegn Íslandi mjög alvarlega."

,,Ég þekki aðeins til Íslands og ég horfði á leik þeirra gegn Hollandi, sem þeir unnu. Það má alls ekki taka þessu létt, við verðum að vera einbeittir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner