mið 12. nóvember 2014 18:08
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið
Byrjunarlið Íslands: Níu breytingar
Ragnar og Aron Einar úr hefðbundnu byrjunarliði
Icelandair
Ögmundur spilar sinn annan A-landsleik.
Ögmundur spilar sinn annan A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin spilar sinn fyrsta A-landsleik.
Hörður Björgvin spilar sinn fyrsta A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands sem mætir Belgíu í vináttulandsleik ytra. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á SkjáSporti.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðsþjálfarar gefa mörgum tækifærið í leiknum en liðið hefur verið það sama í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM.

Úr því byrjunarliði eru það bara Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sem byrja leikinn í kvöld.

Ísland mun nota allar skiptingar sínar í leiknum gegn öflugu liði Belga en Ingvar Jónsson mun leika í markinu í seinni hálfleik samkvæmt heimildum okkar.

Hörður Björgvin Magnússon er eini í byrjunarliðinu sem á ekki A-landsleik að baki. Ögmundur á reyndar aðeins einn og Viðar Örn Kjartansson tvo. Viðar er í sókninni með Alfreð Finnbogasyni.

Byrjunarlið Íslands:
Ögmundur Kristinsson

Birkir Már Sævarsson
Hallgrímur Jónasson
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon

Rúrik Gíslason
Helgi Valur Daníelsson
Aron Einar Gunnarsson (f)
Jóhann Berg Guðmundsson

Alfreð Finnbogason
Viðar Örn Kjartansson
Athugasemdir
banner
banner