mið 12. nóvember 2014 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Darijo Srna keypti 20 tonn af mandarínum
Darijo Srna hér í umspilsleik gegn Íslandi.
Darijo Srna hér í umspilsleik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Darijo Srna, fyrirliði króatíska landsliðsins og Shakhtar Donetsk, keypti 20 tonn af mandarínum fyrir börn sem eiga erfitt vegna erjanna í Úkraínu.

Srna fæddist í suðurhluta Króatíu sem er þekkt fyrir mandarínuframleiðslu. Þegar Srna var aðeins níu ára gamall hófst fjögurra ára stríð þar sem Króatía barðist fyrir sjálfstæði sínu og kynntist fyrirliðinn þá fátækt og hungri.

Srna spilar fyrir Shakhtar sem er einmitt í Úkraínu og þess vegna ákvað hann að gefa þessa gjöf.

,,Ég ólst upp í Króatíu og gekk því í gegnum erfiða tíma þar sem ég þurfti hjálp," sagði Srna við króatíska dagblaðið Vecernji List.

,,Donetsk hefur hjálpað mér mikið frá því að ég flutti til borgarinnar og þetta er bara lítil gjöf sem ég vil gefa til að endurgjalda ástina sem ég hef fundið fyrir hér í Úkraínu."
Athugasemdir
banner
banner
banner