Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 12. nóvember 2014 21:40
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
Einkunnir Íslands gegn Belgum - Ögmundur bestur
Icelandair
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu með Hallgrími Jónassyni.
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu með Hallgrími Jónassyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur átti flottan leik.
Ögmundur átti flottan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 3-1 gegn Belgíu í vináttuleik í Brussel í kvöld. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson var besti maður Íslands í leiknum að mati Fótbolta.net.

Hér er einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Ögmundur Kristinsson 8 (46) – Maður leiksins
Frábær í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Átti nokkrar mjög fínar vörslur í fyrri hálfleiknum.

Birkir Már Sævarsson 6
Var í basli á kölum í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari. Ekki langt frá því að skora.

Hallgrímur Jónasson 7
Hallgrímur hefur fengið fá tækifæri undanfarin ár en kom sterkur inn.

Ragnar Sigurðsson 6
Ágætis leikur hjá Ragga við hliðina á nýjum mönnum í vörninni.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Frumraun með íslenska landsliðinu. Var í smá basli gegn Origi í síðari hálfleiknum.

Rúrik Gíslason 7
Mjög góður í fyrri hálfleik en ekki eins öflugur í þeim síðari. Hefði mátt spila boltanum aðeins fyrr frá sér.

Helgi Valur Daníelsson 5 (73)
Fyrsti landsleikur Helga í talsverðan tíma. Virkaði smá ryðgaður.

Aron Einar Gunnarsson 7 (46)
Skilaði sínu. Haltraði aðeins í byrjun leiks en kláraði fyrri hálfleikinn með sóma.

Jóhann Berg Guðmundsson 5
Hefur oft spilað betur en í dag. Náði sér ekki á strik.

Alfreð Finnbogason 7
Skoraði ekta framherja mark á fjærstönginni og var ógnandi. Braut klaufalega af sér í aukaspyrnunni sem Belgar skoruðu upp úr.

Viðar Örn Kjartansson 6 (74)
Ógnaði vel allan leikinn og hélt varnarmönnum Belga vel við efnið. Nálægt því að skora í fyrstu sókn Íslands.

Varamenn:
Ingvar Jónsson 5 (46)
Frumraun með landsliðinu. Hefði getað gert betur í fyrra markinu.

Birkir Bjarnason 5 (46)
Kom inn á miðjuna en ekki kantinn. Hefur átt betri daga.

Ólafur Ingi Skúlason - (72)

Jón Daði Böðvarsson - (74)

Hólmar Örn Eyjólfsson - (84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner