Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 12. nóvember 2014 14:12
Alexander Freyr Tamimi
Gíbraltar ætlar að gera betur en Brasilía
Brasilíumenn voru niðurlægðir gegn Þýskalandi.
Brasilíumenn voru niðurlægðir gegn Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Jordan Perez, markvörður Gíbraltar, er spenntur fyrir því að mæta heimsmeisturum Þýskalands í undankeppni EM 2016.

Óhætt er að fullyrða að Gíbraltar eigi engan séns í leiknum, en Perez er þó með háfleyg markmið fyrir leikinn - að sýna að þessi litla smáþjóð sé betri í fótbolta en Brasilía!

Slíkt kann að hljóma afar fjarstæðukennt og er auðvitað eins langt frá sannleikanum og hugsast getur, en Perez vill einfaldlega að Gíbraltar tapi smærra gegn Þjóðverjum en Brasilía á HM 2014.

Brasilía steinlá á heimavelli gegn Þjóðverjum í sumar, 7-1, og er markmiðið hjá Gíbraltar að gera betur.

,,Ef við fáum á okkur minna en 7 mörk verð ég ánægður. Þá getum við sagt að við séum betri en Brasilía," sagði Perez við blaðamenn.

Gíbraltar er að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta skiptið. Liðið hefur fengið á sig 17 mörk í þremur fyrstu leikjum sínum (7 gegn Póllandi, 7 gegn Írlandi og 3 gegn Georgíu).

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner