Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. nóvember 2014 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Haukur Baldvinsson til Víkings (Staðfest)
Mynd: Víkingur R.
Sóknarmaðurinn Haukur Baldvinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Víking R. í Fossvoginum.

Haukur ólst upp hjá Breiðablik en hefur leikið síðustu tvö tímabil með Fram og á 114 leiki að baki í deild og bikar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Víkings sem tekur leikmanninum fagnandi enda spilaði hann stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem varð bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari 2010.

Haukur, sem er aðeins 24 ára gamall, hefur orðið Íslandsmeistari í öllum flokkum og bikarmeistari tvisvar. Hann á þá nokkra landsleiki að baki fyrir unglingalandslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner