Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. nóvember 2014 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingar réðu ekki við sterkt lið Belgíu
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliðinu í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliðinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgía 3 - 1 Ísland:
1-0 Nicolas Lombaerts ('11)
1-1 Alfreð Finnbogason ('13)
2-1 Divock Origi ('62)
3-1 Romelu Lukaku ('74)

Íslendingar heimsóttu Belga í vináttulandsleik í kvöld. Belgar tefldu fram gríðarlega sterku liði á meðan íslensku þjálfararnir ákvaðu að gera níu breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Hollendingum á Laugardalsvelli.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Íslendinga og átti góða rispu snemma leiks þar sem Thibaut Courtois þurfti að verja í tvígang en Belgar voru sterkari aðilinn eftir það.

Nicolas Lombaerts kom heimamönnum yfir með skalla eftir aukaspyrnu á 11. mínútu leiksins en Alfreð Finnbogason jafnaði tveimur mínútum síðar eftir hornspyrnu.

Ögmundur Kristinsson í marki Íslendinga átti frábæran fyrri hálfleik og varði hvert skotið fætur öðru og hélt stöðunni jafnri fram að hálfleik.

Belgar gáfu í og spiluðu með fjóra sóknarmenn í síðari hálfleik eftir tvær breytingar hjá hvoru landsliði í hálfleik.

Divock Origi kom heimamönnum yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik og bætti Romelu Lukaku þriðja markinu við og gerði út um Íslendinga.

Alfreð átti skot í stöng og Thibaut Courtois var öflugur í marki Belga þannig að sanngjarnt 3-1 tap gegn sterku liði Belga staðreynd.
Athugasemdir
banner