Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. nóvember 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið
Kokkur bætist í starfslið Íslands í Tékklandi
Icelandair
Mynd: Samsett
Verðlaunakokkurinn Ragnar Ómarsson mun bætast í starfslið íslenska landsliðsins í Plzen í Tékklandi.

Það er vel þekkt meðal stærri liða að hafa kokk í teymi sínu enda mataræðið afskaplega mikilvægur þáttur í lífi afreksmanna í íþróttum.

Ragnar þekkir það sjálfur að vera í landsliði þar sem hann gerði góða hluti í kokkalandsliðinu á sínum tíma.

Ragnar mun taka eitthvað af íslensku hráefni með sér til Tékklands fyrir strákana en um er að ræða afar mikilvægan leik í undankeppni Evrópmótsins.
Athugasemdir
banner
banner