Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 12. nóvember 2014 09:00
Elvar Geir Magnússon
Mata og Schurrle á faraldsfæti í janúar?
Powerade
Schurrle hefur aðeins byrjað fjóra leiki.
Schurrle hefur aðeins byrjað fjóra leiki.
Mynd: Getty Images
De Gea til Real Madrid?
De Gea til Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Allra augu beinast til Belgíu þar sem Ísland mætir heimamönnum í vináttulandsleik í kvöld. En slúðrið má ekki gleymast og það vita krakkarnir á BBC sem tóku saman allt það helsta.

Manchester United er tilbúið að selja Spánverjann Juan Mata (26) fyrir 20 milljónir punda en Atletico Madrid, Juventus og Valencia hafa öll áhuga. (Daily Express)

Chelsea er tilbúið að hlusta á tilboð í Andre Schurrle í janúarglugganum til að skapa pláss fyrir nýja menn. Þessi 24 ára leikmaður hefur ekki náð að sýna nægilega mikinn stöðugleika. (The Sun)

Morgan Schneiderlin (25) hefur ítrekað vilja sinn að spila fyrir stærra félag. Franski landsliðsmaðurinn segir að hann muni skoða stöðu sína eftir tímabilið. (L'Equipe)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að leggja áherslu á að fá varnarmanninn Aymeric Laporte (20) frá Athletic Bilbao í janúar. Laporte hefur einnig verið orðaður við Manchester United. (Daily Star)

Lukas Podolski, sóknarmaður Arsenal, gæti verið á leið frá félaginu en hann er ósáttur við lítinn spiltíma. (Guardian)

Manchester United horfir til þess að fá Victor Valdes (32), fyrrum markvörð Barcelona, til að koma í staðinn fyrir David de Gea sem er á leið til Real Madrid. (Independent)

Tottenham undirbýr tilboð í miðjumanninn Fabian Delph (24) sem nálgast lokin á sínum samningi og gæti verið fáanlegur á frjálsri sölu í sumar. (Daily Mirror)

Darijo Srna, fyrirliði Króatíu, hefur gefið liðsfélaga sínum í króatíska landsliðinu, Mateo Kovacic, það ráð að hætta hjá Inter til að geta tekið næsta skref á ferli sínum. Þessi tvítugi miðjumaður hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool, Manchester United og Real Madrid á ferli sínum. (InsideFutbol.com)

Manchester City horfir til Diego Simeone, stjóra Atletico Madrid, til að koma í staðinn fyrir Manuel Pellegrini ef félagið missir þolinmæðina gagnvart Sílemanninum. (Daily Star)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, reynir að fá Paul Mitchell til starfa en hann vann náið með Mauricio Pochettino hjá Southampton síðasta tímabil. (Daily Mail)

Southampton reynir að binda Jay Rodriguez (25) með nýjum fimm ára samning. Leikmaðurinn er að jafna sig eftir aðgerð á hné. (Daily Mirror)

Xavi segir að Ross Barkley, miðjumaður Everton, og Raheem Sterling hjá Liverpool séu nægilega góðir til að spila fyrir Barcelona. (Daily Express)

Afar litlar líkur eru á því að Radamel Falcao verði tilbúinn fyrir næsta leik Manchester United en hann er gegn Arsenal 22. nóvember. Falcao er meiddur á kálfa. (Times)

Jefferson Montero, vængmaður Swansea, segist eiga eftir að sýna sitt besta eftir að hafa spilað frábærlega í 2-1 sigrinum gegn Arsenal. (WalesOnline)
Athugasemdir
banner
banner
banner