Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. nóvember 2014 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Orri Sigurður yfirgefur AGF
Orri Sigurður er á förum frá AGF.
Orri Sigurður er á förum frá AGF.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður íslenska U21 landsliðsins, mun yfirgefa danska félagið AGF þegar samningur hans rennur út um áramótin.

Orri Sigurður gekk til liðs við AGF í janúar 2012 frá HK og spilaði hann með U19 liðinu til að byrja með áður en hann var færður upp í aðalliðið. Hann hefur þó enn ekki spilað með aðalliðinu og vill hann halda á önnur mið til að fá meiri spiltíma.

,,Ég þarf að leita mér að nýrri áskorun þegar samningur minn rennur út. Ég þarf á því að halda að spila reglulega og vera fastamaður í liði, og það er ekki að gerast hjá AGF," sagði Orri Sigurður við heimasíðu félagsins.

,,Ég hef verið virkilega ánægður með tíma minn hjá AGF og ég er þakklátur félaginu fyrir margt. Ég lærði margt hérna og ég hef þroskast, ekki bara sem fótboltamaður, heldur líka sem manneskja eftir að hafa staðið á eigin fótum í nýju landi svona ungur."
Athugasemdir
banner
banner
banner