Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. nóvember 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Ragnar Hauksson hættur með Völsung
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ragnar Hauksson og meistaraflokksráð karla hjá Völsungi hafa komist að samkomulagi um starfslok Ragnars sem þjálfara liðsins. Nú þegar hefur meistaraflokksráð karla hafið leit að nýjum þjálfara.

Ragnar tók við Völsungi fyrir ári síðan en liðið féll úr 2. deild á markatölu í sumar.

Á dögunum gerði Ragnar nýjan samning við Völsung en af persónulegum ástæðum hefur staðan nú breyst hjá honum.

Yfirlýsing meistaraflokksráðs karla og Ragnars.
Ragnar Hauksson og Völsungur hafa komist að samkomulagi um starfslok Ragnars sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Völsungi. Ragnar hefur þjálfað lið Völsungs undangengið ár og höfðu báðir aðilar komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Af persónulegum ástæðum telur Ragnar sig ekki geta sinnt starfinu af sama krafti og áður og því skilja leiðir að þessu sinni. Völsungur vill nota tækifærið og þakka Ragnari fyrir samstarfið og um leið óska honum velfarnaðar í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Athugasemdir
banner