Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. nóvember 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Ronaldo brjálaður: Kjaftæði að ég uppnefni Messi
Ronaldo segist ekki tala illa um Messi.
Ronaldo segist ekki tala illa um Messi.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid, neitar því harðlega að hann sé í því að kalla Lionel Messi niðrandi nöfnum.

Spænski fótboltasérfræðingurinn Guillem Balague segir í nýrri bók sinni að samband Ronaldo og Messi sé langt frá því að vera gott og að Portúgalinn uppnefni oft Argentínumanninn þegar hann tali um hann.

Ronaldo var þó fljótur að vísa þessum fregnum algerlega á bug og hyggst hann leita réttar síns.

,,Einhverjar fréttir halda því fram að ég hafi verið með niðrandi ummæli í garð Lionel Messi," skrifaði Ronaldo á opinbera Facebook síðu sína.

,,Þetta er algerlega ósatt og ég hef gengið úr skugga um að lögfræðingur minn muni ákæra þá sem bera ábyrgð á þessu."

,,Ég ber gríðarlega virðingu fyrir öllum kollegum mínum í fótboltanum og augljóslega er Messi engin undantekning."


Þeir Ronaldo og Messi hafa um árabil þótt vera tveir bestu knattspyrnumenn heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner