Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 12. nóvember 2014 12:21
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaramál
Rúnar Kristins kynntur hjá Lilleström um helgina?
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rúnar Kristinsson segir við Romerikes Blad í Lilleström að sín mál skýrist á næstu dögum. Hvorki hann né stjórn norska úrvalsdeildarfélagsins Lilleström hafa viljað staðfesta að hann sé að taka við liðinu.

Norsku deildinni lauk um síðustu helgi og samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Rúnar fljúga til Noregs fyrir helgi þar sem gengið verður frá málum.

Rúnar hefur lengi verið orðaður við starfið og talsvert er síðan fjölmiðlar héldu því fram að munnlegt samkomulag hafi náðst.

Rúnar og aðstoðarmaður hans, Pétur Pétursson, hættu störfum fyrir KR eftir tímabilið hér heima en þeir náðu mjög góðum árangri á tíma sínum sem þjálfarar félagsins. Pétur mun væntanlega fylgja Rúnari og vera hans hægri hönd áfram í Noregi.

Lilleström hafnaði í fimmta sæti í Noregi en Rúnar lék með liðinu 1997-2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner