Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. nóvember 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sagði upp því Ched Evans fékk leyfi til að æfa
Charlie Webster.
Charlie Webster.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið fjallað um að Ched Evans fékk að hefja æfingar að nýju með Sheffield United eftir að hafa afplánað fangelsisdóm vegna nauðgunar sem átti sér stað á hótelherbergi 2011.

Í kjölfarið hefur Charlie Webster sagt upp hjá félaginu en þar hafði hún starfað við fjölmiðlamál. Webster segist hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem unglingur.

Sheffield United hefur ekki gefið út hvort félagið ætli að semja við Evans en hann hafi fengið grænt ljós á að hefja æfingar að nýju.

„Mér finnst rangt að dæmdur nauðgari fái að snúa aftur til félagsins sem ég er talsmaður fyrir. Hann er ekki bara að snúa aftur til vinnu heldur er hann fyrirmynd og við eigum að styðja hann áfram. Hann hefur áhrif á næstu kynslóð ungra karlmanna sem eiga eftir að mynda sér skoðun á því hvernig rétt sé að koma fram við konur," segir Webster.

Nigel Clough, stjóri Sheffield United sem leikur í C-deildinni, sagði í dag að þó Evans fengi að æfa væri enn langur vegur í samningstilboð.


Athugasemdir
banner
banner
banner