banner
   mið 12. nóvember 2014 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Schneiderlin neitar að skuldbinda sig Southampton
Morgan Schneiderlin gæti farið frá Southampton.
Morgan Schneiderlin gæti farið frá Southampton.
Mynd: Getty Images
Morgan Schneiderlin, miðjumaður Southampton, hefur gefið í skyn að hann gæti yfirgefið félagið ef liðinu tekst ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Franski landsliðsmaðurinn virtist vera á förum frá Southampton síðasta sumar, þar sem hann reyndi að þvinga fram félagaskipti, en á endanum varð hann um kyrrt.

Southampton hefur byrjað tímabilið stórkostlega og er með 25 stig í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en Schneiderlin vill þó ekki fullyrða að hann verði áfram um ókomin ár.

,,Ferillinn er fljótur að líða og ég vil spila fyrir stórt félag," sagði Schneiderlin við heimasíðu franska knattspyrnusambandsins.

,,Í dag er ég leikmaður Southampton. Við erum í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, hlutirnir ganga vel."

,,Við sjáum eftir tímabilið hvað gerist, ef við erum enn í Meistaradeildarsæti, og ég mun taka ákvörðun."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner