Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. nóvember 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sturridge mættur aftur til æfinga
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, sóknarmaður Liverpool, er mættur aftur til æfinga en hann hefur misst af næstum öllu tímabilinu hingað til vegna meiðsla.

Þessi 25 ára leikmaður meiddist á læri í verkefni með enska landsliðinu og meiddist svo á kálfa í endurkomunni.

Sturridge hefur verið sárt saknað hjá Liverpool sem er í ströggli í ensku úrvalsdeildinni. Hann tilkynnti það á Twitter í dag að hann væri byrjaður að æfa á ný.

Liverpool veitir ekki af því að fá meira bit í sína spilamennsku en liðið er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur sóknarmaðurinn Mario Balotelli alls ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner