Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. nóvember 2014 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Suarez þakklátur fyrir að hafa ekki farið til Arsenal
Mynd: Getty Images
Luis Suarez er þakklátur Steven Gerrard fyrir að hafa talað sig af því að ganga til liðs við Arsenal í fyrra.

Sóknarmaðurinn frægi var nálægt því að ganga til liðs við stórliðið frá Lundúnum fyrir 40 milljónir punda en Liverpool ákvað að halda leikmanninum í mjög umtöluðu máli undir lok sumars 2013.

Suarez var áfram hjá Liverpool, skoraði 31 mark í deildinni, var valinn besti maður deildarinnar og átti gífurlega stóran þátt í því að Liverpool hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Allt virtist leika í lyndi þar til sóknarmaðurinn beit Giorgio Chiellini, varnarmann ítalska landsliðsins, á HM í sumar. Hann fékk langt bann og var seldur til Barcelona á 75 milljónir punda í kjölfarið.

,,Ég hefði gert þessi stóru mistök ef það hefði ekki verið fyrir orð Steven Gerrard," stendur í nýju bók Luis Suarez.

,,Gerrard sagði mér að vera áfram hjá Liverpool. Hann sagði mér að gefa þessu annað ár, spila vel og þá myndu félög á borð við Bayern München, Real Madrid og Barcelona vilja kaupa mig."
Athugasemdir
banner
banner