Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. nóvember 2014 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu bestu mörk ársins kynnt af FIFA
Robin van Persie skoraði glæsilegt mark með flugskalla.
Robin van Persie skoraði glæsilegt mark með flugskalla.
Mynd: Getty Images
Puskas verðlaunin eru afhend hvert ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA sem viðurkenning fyrir fallegasta mark ársins.

Í ár koma þrjú mörk sem skoruð voru á HM til greina og níu af tíu mörkum listans voru gerð af karlmönnum.

Stephanie Roche gerði glæsilegt mark í írska kvennaboltanum sem nær inn á listann en hann má sjá hér fyrir neðan.

Flugskallinn hans Robin van Persie er á listanum og glæsilegt mark sem Pajtim Kasami skoraði fyrir Fulham gegn Crystal Palace í október á síðasta ári.

Þá kemst hælspyrna Zlatan Ibrahimovic einnig á listann og hjólaspyrnumark Diego Costa gegn Getafe.

Camilo Sanvezzo 6. október 2013 - MLS deildin (Bandaríkin)
Zlatan Ibrahimovic 19. október 2013 - Ligue 1 (Frakkland)
Stephanie Roche 20. október 2013 - BEWNL deildin (Írland)
Pajtim Kasami 21. október 2013 - Úrvalsdeildin (England)
Diego Costa 23. nóvember 2013 - La Liga (Spánn)
Marco Fabian 15. febrúar 2014 - Liga MX (Mexíkó)
Hisato Sato 8. mars 2014 - J1 deildin (Japan)
Robin van Persie 13. júní 2014 - HM
Tim Cahill 18. júní 2014 - HM
James Rodriguez 28. júní 2014 - HM

Mörkin má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner