banner
   mið 12. nóvember 2014 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Hollendingar og Tyrkir töpuðu heima
Carlos Vela sá um Hollendinga.
Carlos Vela sá um Hollendinga.
Mynd: Getty Images
Öll liðin í A-riðli undankeppni EM töpuðu leikjum sínum í kvöld. Íslendingar töpuðu í Belgíu á meðan Hollendingar og Tyrkir töpuðu bæði á heimavelli.

Norðmenn fengu Eista í heimsókn og töpuðu með einu marki gegn engu. Tyrkir töpuðu fyrir sterku liði Brasilíu þar sem Willian og Neymar skoruðu mörkin.

Hollendingar töpuðu fyrir Mexíkó þar sem Carlos Vela, samherji Alfreðs Finnbogasonar hjá Real Sociedad, skoraði tvennu.

Lionel Messi og Sergio Agüero skoruðu mörk Argentínu gegn Króötum.

Tyrkland 0 - 4 Brasilía
0-1 Neymar ('20)
0-2 Kaya ('24, sjálfsmark)
0-3 Willian ('44)
0-4 Neymar ('60)

Noregur 0 - 1 Eistland:
0-1 Vassiljev ('24)

Holland 2 - 3 Mexíkó
0-1 Carlos Vela ('8)
1-1 Wesley Sneijder ('49)
1-2 Carlos Vela ('62)
1-3 Javier Hernandez ('69)
2-3 Daley Blind ('74)

Argentína 2 - 1 Króatía
0-1 Sharbini ('11)
1-1 Sergio Agüero ('49)
2-1 Lionel Messi ('57, víti)
Athugasemdir
banner
banner