Ísland tapaði 2-0 gegn Króatíu í uppgjöri toppliðanna í I-riðli í undankeppni HM í kvöld. Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata í sitthvorum hálfleiknum.
Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net frá Zagreb.
Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net frá Zagreb.
Hannes Þór Halldórsson 6
Náði ekki að eiga við langskot Króata. Varði mjög vel frá Perisic í fyrri hálfleik.
Birkir Már Sævarsson 5
Í basli með boltann. Gekk þó ágætlega að halda Perisic niðri.
Kári Árnason 6
Var öflugur lengst af. Rann í síðara marki Króata þegar hann ætlaði að mæta Brozovic. Slapp með skrekkinn þegar hann fékk boltann í hendina í fyrri hálfleik.
Ragnar Sigurðsson 7
Hélt Mandzukic vel niðri ásamt Kára.
Hörður Björgvin Magnússon 4
Mjög óöruggur á boltann. Átti misheppnaða sendingu í öðru markinu og upp úr því skoruðu Króatar. Í basli varnarlega í stöðu sem hann spilar ekki með félagsliði sínu.
Jóhann Berg Guðmundsson 7 - Maður leiksins
Sprækasti maður Íslands í dag. Var mjög ógnandi.
Aron Einar Gunnarsson 6
Dreif liðsfélaga sína áfram af krafti. Tók sénsinn og var farinn í hlaupið fram þegar Króatar unnu boltann í öðru markinu.
Birkir Bjarnason 6
Drjúgur á miðjunni en missti af Brozovic í fyrra markinu.
Theodór Elmar Bjarnason 5 ('75)
Var ekki jafn öflugur og gegn Tyrkjum. Fékk gult spjald í fyrri hálfleik og var kominn á síðasta séns.
Gylfi Þór Sigurðsson 7
Minna í boltanum í nýrri stöðu frammi en var mjög ógnandi þegar hann fékk boltann.
Jón Daði Böðvarsson 5 ('75)
Duglegur að venju og öflugur í loftinu. Fékk tvö færi sem ekki nýttust.
Varamenn:
Arnór Ingvi Traustason ('75)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Viðar Örn Kjartansson ('75)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir