Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   lau 12. nóvember 2016 20:23
Magnús Már Einarsson
Hannes: Svekki mig á fyrra markinu næstu vikurnar
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðast þegar við spiluðum hér þá sáum við eiginlega ekki til sólar en núna vorum við ágætir. Við áttum fínan og ásættanlegan leik miðað við að vorum að spila á móti gríðarlega sterku liði Króatíu á útivelli," sagði Hannes Þór Halldórsson við Fótbolta.net eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld.

„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Við áttum fína sénsa og þeir fengu ekki mikið þannig að það gerir þetta ennþá meira svekkjandi að hafa tapað þessu 2-0. Mér finnst það ekki alveg gefa rétta mynd af leiknum."

Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata með skotum fyrir utan vítateig.

„Fyrra markið er ekta svona mark sem maður verður að svekkja sig á næstu vikurnar, ef allt hefði gengið upp þá hefði ég átt séns í þennan bolta en ég sé hann seint og hann er í hvarfi fyrir aftan einn af okkar mönnum og ég er aðeins of seinna að bregðast við. Þetta er mark sem er mjög svekkjandi að sjá fljúga framhjá sér. Seinna markið er bara eins og það er, það er 'breik' og hann skýtur vel í hornið og ekkert við því að gera. Seinna markið kom í uppbótartíma og það gerir þetta ennþá súrara að tapa 2-0 með þessu seinna marki en ég nenni ekki að pæla í því."

Vallaraðstæður á Maksimir Stadion í kvöld voru ekki upp á marga fiska eftir mikla rigningu undanfarna tvo daga.

„Það hjálpaði ekkert en ekki þeim heldur svo það var bara eitthvað sem við þurftum að díla við. Við þekkjum þetta vel frá Íslandi, það eru ekkert alltaf frábærar aðstæður þar þannig það á ekkert endilega að vera verra fyrir okkur en andstæðinginn."

Ísland er sem stendur með 7 stig í öðru sæti I riðils undankeppni HM og mætir Kósóvó næst í mars næsta vor. Króatar sitja á toppi riðilsins með 10 stig eftir sigurinn í kvöld.

„Það vissu allir að við erum að þessu til þess að komast áfram og sýndum það svo sem í dag, aftur, stimplum það enn fastar inn að okkur er fúlasta alvara með þetta og við ætluðum að koma hérna til að sækja úrslit - sigur eða jafntefli á móti Króatíu. Því miður tókst það ekki þannig að við verðum að sækja stigin annars staðar og við verðum klárir í Kósóvó í mars og svo tökum við á móti Króatíu heima og þá verður allt lagt í sölurnar að vinna og við ætlum okkur áfram, hvað sem tautar og raular," sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner