Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   lau 12. nóvember 2016 18:08
Magnús Már Einarsson
Zagreb
Þetta er öskrandi stuðningsmaður Íslands í Zagreb
Icelandair
Róbert Agnarsson (til vinstri) er sá sem öskrar.  Hér eru hann og Rúnar Vífill Arnarson í stuði en þeir eru báðir í landsliðsnefnd.
Róbert Agnarsson (til vinstri) er sá sem öskrar. Hér eru hann og Rúnar Vífill Arnarson í stuði en þeir eru báðir í landsliðsnefnd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Athygli hefur vakið í sjónvapsútsendingu frá leik Króatiu og Íslands að einn áhorfandi hefur verið duglegur að öskra „Áfraaam Íslaaaand" í leiknum.

Króatar þurfa að leika fyrir luktum dyrum eftir ólæti áhorfenda í síðustu undankeppni.

Einungis fjömiðlar eru á leiknum og forystumenn frá knattspyrnusamböndum þjóðanna.

Gífurlega hljóðbært er á Maksimir leikvanginum og hvert einasta öskur hjá leikmönnum heyrist vel.

Af og til hefur síðan heyrst öskrað: „Áfraaam Íslaaaand" . Í lýsingu RÚV hefur verið talað um að um sé að ræða ljósmyndara en það er ekki rétt. Elvar Geir Magnússon hjá Fótbolta.net er eini ljósmyndarinn og hann ber ekki ábyrgð á öskrunum.

Öskrið kemur úr heiðursstúkunni frá Róberti Agnarssyni sem er í landsliðsnefnd Íslands. Annar landsliðsnefndarmaður, Magnús Gylfason, hefur einnig látið í sér heyra en Róbert hefur öskrað meira.

Róbert og Magnús eru báðir með öfluga rödd og öskrin heyrast vel. Sonur Róberts, Andri Björn Róbertsson, hefur meðal annars getið sér gott orð sem óperusöngvari.



Athugasemdir
banner
banner