Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 12. desember 2015 15:33
Magnús Már Einarsson
Eysteinn Hauks ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur (Staðfest)
Eysteinn og Jón Guðmundur Benediktsson formaður Keflavíkur.
Eysteinn og Jón Guðmundur Benediktsson formaður Keflavíkur.
Mynd: Keflavík
Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Keflavík.

Þorvaldur Örlygsson tók við Keflavík í haust og Eysteinn hefur verið ráðinn aðstoðarmaður hans.

Eysteinn er öllum hnútum kunnugur í Keflavík en hann spilaði með liðinu nánast samfleytt frá 1993 til 2001.

Eysteinn mun einnig koma að öðrum verkefnum í Keflavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari.

Undanfarin tvö ár hefur Eysteinn þjálfaði yngri flokka hjá ÍBV í Vestmannaeyjum.

Þar áður þjálfaði hann meistaraflokk Hattar á Egilsstöðum og kom liðinu meðal annars upp í 1. deild árið 2011.

Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í sumar og mun því leika í 1. deild að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner