Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. desember 2017 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Létt hjá Chelsea - Palace upp úr fallsæti
Chelsea er komið aftur á sigurbraut.
Chelsea er komið aftur á sigurbraut.
Mynd: Getty Images
Cleverley fékk rautt og eftir það skoraði Palace tvö mörk.
Cleverley fékk rautt og eftir það skoraði Palace tvö mörk.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með nýliða Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Tiemoue Bakayoko, sem hefur þurft að sæta gagnrýni fyrir spilamennsku sína, kom Chelsea yfir og Brasilíumaðurinn Willian bætti svo við marki stuttu fyrir hálfleik.

Pedro, sem kom inn í byrjunarlið Chelsea fyrir landa sinn Alvaro Morata, gerði út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Laurent Depoitre klóraði í bakkann fyrir Huddersfield en meira var það ekki.

Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem er komið aftur á sigurbraut eftir tap gegn West Ham um helgina. Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar og Huddersfield situr sem fastast í því tólfta.

Í hinum leiknum sem var í kvöld vann Crystal Palace sigur á Watford. Palace var 1-0 undir á 89. mínútu, en þá gerðist eitthvað. Bakary Sako jafnaði og James McArthur gerði sigurmarkið. Stuttu áður en Palace jafnaði hafði Tom Cleverley fengið rauða spjaldið.

Crystal Palace komst af fallsvæðinu með þessum sigri, er núna í 17. sætinu. Watford er í níunda sæti deildarinnar.

Huddersfield 1 - 3 Chelsea
0-1 Tiemoue Bakayoko ('23 )
0-2 Willian ('43 )
0-3 Pedro ('50 )
1-3 Laurent Depoitre ('90 )

Crystal Palace 2 - 1 Watford
0-1 Daryl Janmaat ('3 )
1-1 Bakary Sako ('89 )
2-1 James McArthur ('90 )
Rautt spjald: Tom Cleverley, Watford ('87)

Sjá einnig:
England: Jóhann Berg og félagar upp í fjórða sætið
Athugasemdir
banner
banner