Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. desember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Benteke sýndi hugrekki á æfingu
Mynd: Getty Images
Christian Benteke tapaði tveimur stigum fyrir botnlið Crystal Palace nánast upp á eigin spýtur er liðið gerði 2-2 jafntefli við Bournemouth.

Undir lok leiksins fiskaði Wilfried Zaha sína aðra vítaspyrnu og ætlaði Luka Milivojevic, vítaskytta Palace, að taka spyrnuna.

Milivojevic hafði skorað úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og heimtaði Benteke að taka síðari spyrnuna.

Benteke fékk sínu framgengt en spyrnan hans var ótrúlega slök og fékk Belginn að heyra það frá stuðningsmönnum sem bauluðu á hann.

„Fyrsta sem hann gerði á æfingu var að smala öllum leikmönnum saman í hring og afsaka sig. Ég er stoltur af honum, það eru bara stórir menn sem gera svona," sagði Roy Hodgson, stjóri Palace.

„Ég er nokkuð öruggur um að hann muni bæta félaginu þetta. Það þurfti mikið hugrekki til að biðja liðsfélagana afsökunar.

„Það breytir því þó ekki að hann gerði stór mistök þegar hann ákvað að taka málin í eigin hendur. Við erum löngu búnir að ákveða vítaskyttu og það er ekki í hlutverki leikmanna að breyta því. Sem betur fer var hann snöggur að skammast sín og biðjast afsökunar."

Athugasemdir
banner
banner
banner