þri 12. desember 2017 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter fór í vítakeppni gegn C-deildarliði
Mynd: Getty Images
Inter 0 - 0 Pordenone (5-4 eftir vítaspyrnukeppni)

Það er óhætt að segja að Inter hafi heldur betur sloppið með skrekkinn í ítölsku bikarkeppninni í kvöld.

Inter mætti C-deildarliði Pordenone á San Siro í kvöld en fyrir leik var búist við mjög auðveldum sigri Inter.

Ekkert mark var hins vegar skorað í venjulegum leiktíma og ekki var heldur skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni í Mílanó.

Í vítaspyrnukeppninni hafði Inter betur, en Björn Már Ólafsson, sérfræðingur í ítalska boltanum skrifaði „Inter slapp með skrekkinn eftir alltof spennandi vítaspyrnukeppni!" á Twitter eftir leikinn. Inter er komið áfram í næstu umferð, en tæpt var það!



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner