Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laufey Björnsdóttir í HK/Víking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
HK/Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi deild kvenna. Laufey Björnsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið, eftir fimm ár í Val.

Laufey á að baki 221 leik í efstu deild kvenna og bikar og hefur hún skorað í þeim 30 mörk. Þá hefur hún leikið 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Ég er ánægð með þetta skref sem ég tók og hlakka til að takast á við nýja ábyrgð. Félagið hefur mikinn metnað og ég er spennt fyrir þessu nýja verkefni," sagði Laufey eftir að hafa skrifað undir samning.

Hjá HK/Víkingi gengur Laufey til liðs við tvíburasystur sína, markvörðinn Björk Björnsdóttur.
Athugasemdir
banner
banner