Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 12. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Alberto: Fólk vill ekki sjá okkur meðal toppliðanna
Mynd: Getty Images
Leikmenn Lazio eru öskureiðir eftir 3-1 tap liðsins gegn Torino á eigin heimavelli í gærkvöldi.

Staðan var markalaus í hálfleik eftir mikla baráttu, en Ciro Immobile, sem hefur verið funheitur á tímabilinu, fékk beint rautt spjald rétt fyrir leikhlé.

Immobile er búinn að gera 15 mörk og leggja 6 upp í 15 deildarleikjum og hans var sárt saknað í síðari hálfleik.

Sóknarmaðurinn sparkaði boltanum í hendi varnarmanns og kláraði sóknina svo með að skjóta í stöngina. Þegar boltinn var kominn útaf ákvað Immobile að biðja um myndbandstækni til að fá vítaspyrnu og tók að rífast við Nicolas Burdisso, varnarmann Torino.

Immobile missti stjórnar á skapi sínu í smá stund og veittist að Burdisso, sem varð til þess að dómarinn ákvað að nýta sér myndbandstækni. Eftir skamma stund fékk Immobile rautt spjald fyrir að skalla andstæðing.

Dómarinn skoðaði þó ekki atvikið sem hafði gerst nokkrum sekúndum fyrr, þar sem Lazio átti að fá augljósa vítaspyrnu.

„Þetta er ótrúlegt, þetta var augljóslega vítaspyrna. Það er ekki hægt að spila fótbolta svona, þetta gerist alltof oft fyrir okkur," sagði Alberto á vellinum í gær og fór að tala um samsæri gegn félaginu. Simone Inzaghi, þjálfari liðsins, greip í svipaðar nótur.

„Þetta var miklu meiri vítaspyrna heldur en nokkurn tímann rautt spjald. Kannski vill fólk ekki sjá okkur berjast um meistaradeildarsæti," hélt Alberto áfram og tók Inzaghi undir.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner