banner
   þri 12. desember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Morata ekki með í kvöld vegna þreytu og bakmeiðsla
Morata hefur skorað tíu mörk á tímabilinu.
Morata hefur skorað tíu mörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Morata spilaði 90 mínútur í tapinu gegn West Ham á laugardaginn en hann verður ekki með í kvöld vegna þreytu og eymsla í baki.

„Morata verður ekki með. Hann er svolítið þreyttur og hann er í vandræðum með bakið," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea.

„Þegar við spilum á þriggja daga fresti þá er ómögulegt að æfa og sinna líkamlega þættinum. Það er ómögulegt því að þú þarft að undirbúa þig fyrir leik á þriggja daga fresti."

„Við þurfum að takast á við raunveruleikann og reyna að gera okkar besta. Ef ég stend hér og kvarta þá er það ekki það rétta í stöðunni. Við þurfum að reyna að gera okkar besta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner