Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. desember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nígería slapp með skrekkinn - Notuðu ólöglegan leikmann
Abdullahi Shehu í leik gegn Argentínu á dögunum.
Abdullahi Shehu í leik gegn Argentínu á dögunum.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur refsað knattspyrnusambandi Nígeríu fyrir að spila á ólöglegum leikmanni gegn Alsír í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi. Nígeríu sleppur þó með skrekkinn þar sem refsingin mun ekki hafa áhrif á þáttöku liðsins á HM næsta sumar.

Nígería spilaði á hægri bakverðinum Abdullahi Shehu þótt hann hefði átt með réttu að vera í leikbanni.

Leikurinn sem Shehu var ólöglegur í var lokaleikurinn í undankeppnni sem var gegn Alsír.

Leikurinn endaði 1-1 en Alsír hefur nú verið dæmdur 3-0 sigur. Þessi úrslit hafa engin áhrif á Nígeríu þar sem liðið var búið að tryggja sér þáttökurétt á HM fyrir leikinn.

Nígería er í riðli á HM með Argentínu, Króatíu og Íslandi.
Athugasemdir
banner