Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. desember 2017 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo ekki einn af 10 bestu - Salah rétt skreið inn
Ronaldo var á dögunum valinn sá besti í heimi.
Ronaldo var á dögunum valinn sá besti í heimi.
Mynd: Getty Images
Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.
Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er ekki einn af 10 bestu sóknarmönnum Evrópu á þessu tímabili samkvæmt tölfræðirannsókn sem CIES Football Observatory framkvæmdi.

Hinn 32 ára gamli Ronaldo var á dögunum valinn besti leikmaður heims í fimmta sinn eftir frammistöðu sína á árinu 2017. Hann og keppinautur hans Lionel Messi hafa nú báðir verið valdir bestu leikmenn heims í fimm skipti.

Hann, Ronaldo, hefur hins vegar ekki náð að standa sig sérstaklega vel í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur átt í vandræðum með að koma boltanum í netið.

Í rannsókn Football Observatory var aðeins tekið mark á frammistöðu í deildarkeppni á þessu tímabili.

Inn í formúluna sem reiknað var út frá voru ýmsir þættir teknir með eins og sköpun á færum, sendingar og skot svo eitthvað sé nefnt.

Ronaldo kemst ekki á topp 10 á listanum yfir sóknarmenn, en þar er Sergio Aguero hjá Manchester City efstur. Robert Lewandowski og Ciro Immobile fylgja fast á hæla hans.

Ronaldo var í 12. sæti yfir leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu.

Portúgalinn hefur aðeins skorað fjögur mörk í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu í 57 skotum. Það er líklega ástæðan fyrir því að hann er svo neðarlega á listanum.

Hjá kantmönnunum er Lionel Messi efstur, en þar vekur athygli að hinn sjóðheiti Mohamed Salah rétt skríður inn á topp 10.

Salah kom til Liverpool og er sem stendur markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner