Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 12. desember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er enginn að kenna Benteke um"
Benteke klikkaði á vítapunktinum.
Benteke klikkaði á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Christian Benteke var skúrkurinn þegar Crystal Palace gerði 2-2 jafntefli gegn Bournemouth um liðna helgi.

Benteke fékk tækifæri til að tryggja Palace sigurinn í uppbótartíma en hann klikkaði á vítapunktinum. Eftir leik kom það í ljós að Benteke hefði ekki átt að taka vítaspyrnuna.

Sjá einnig:
Benteke klúðraði víti sem hann átti ekki að taka

Jeffrey Schlupp, liðsfélagi Benteke, segir að enginn hjá Palace-liðinu kenni Belganum um.

„Hann vildi enda markaþurrð sína og þess vegna tók hann spyrnuna," sagði Schlupp við Sky Sports.

„Það er enginn að kenna honum um, hann baðst afsökunar og við höldum allir áfram."

Smelltu hér til að sjá vítaspyrnu Benteke. Hún kemur undir lok myndbandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner