Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 12. desember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Wright um lætin á Old Trafford: Þetta er fyndið
Ian Wright.
Ian Wright.
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, segir að ekki sé hægt að kenna leikmönnum Manchester City um að hafa átt upptökin að látunum sem urðu eftir Manchester slaginn i fyrradag.

Mjólk var hellt á Jose Mourinho, stjóra United, í látunum en leikmönnum lenti saman í leikmannagöngunum eftir leik.

Mourinho var ósáttur við mikil fagnaðarlæti City eftir leik og þannig byrjuðu lætin.

„Þetta er fyndið á svo margan hátt. Ég tel að þú getir ekki kennt City um," sagði Wright.

„Fólk er að saka þá um að sýna ekki virðingu og að vita ekki hvernig á að bregðast við eftir sigur. Þú verður að taka með í reikninginn að þeir voru að bæta met með 14. sigrinum í röð og það gegn helstu erkifjendum sínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner