fös 13. janúar 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Alonso: Guardiola mun ekki breyta hugmyndafræði sinni
Pep Guardiola og Xabi Alonso.
Pep Guardiola og Xabi Alonso.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso segir að það hafi verið forréttindi að fá að spila undir stjórn Pep Guardiola, en hann býst ekki við því að stjórinn breyti sér og sínum hugmyndum í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola tók við Man City síðastliðið sumar, en þar hefur leikstíll hans dálítið verið til umræðu. Liðið hefur verið í ákveðnum vandræðum, en þrátt fyrir það telur Alonso að fyrrum stjóri sinn muni ekki breyta neinu.

„Manchester City er ennþá í kapphlaupinu um titilinn," sagði Alonso við Fox Latin America.

„Ég elskaði að spila hjá Pep og ég tel að hann muni ekki breyta hugmyndafræði sinni út frá því hvernig leikurinn á að spilast, hann trúir á þessa hugmyndafræði og hefur náð miklum árangri með henni."

Guardiola fékk Alonso til Bayern frá Real Madrid, en Alonso er enn hjá þýska stórliðinu. Þar vantar honum aðeins þrjá leiki upp á til að ná 100 leikjum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner