Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. janúar 2017 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldvin, Davíð og Gunnar í Hauka (Staðfest)
Davíð Sigurðsson, Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Baldvin Sturluson og Gunnar Gunnarsson.
Davíð Sigurðsson, Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Baldvin Sturluson og Gunnar Gunnarsson.
Mynd: Knattspyrnudeild Hauka
Knattspyrnudeild Hauka undirritaði í dag samninga við þá Baldvin Sturluson, Davíð Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson um að spila með meistaraflokki karla í Inkasso deildinni á komandi keppnistímabili.

Gunnar, sem er 23 ára, þekkir til á Ásvöllum, en þar lék hann síðastliðið sumar sem lánsmaður frá Val. Gunnar hefur nú skrifað undir 3 ára samning við Hauka.

Baldvin Sturluson, 27 ára, er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði í vörn og á miðju og skrifaði hann undir 3 ára samning. Baldvin lék hluta síðustu leiktíðar hjá Þrótti R..

Davíð Sigurðsson, sem 24 ára, skrifaði einnig undir 3 ára samning við Hauka, en hann er sterkur varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Davíð er uppalinn í FH, en hann hefur einnig spilað með ÍH, Reyni Sandgerði og Þrótti R..

„Knattspyrnudeild Hauka er gríðarlega ánægð með samninga við þá Baldvin, Davíð og Gunnar og er vænst mikils af þessum þremur leikmönnum á næsta keppnistímabili." segir í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner