fös 13. janúar 2017 10:22
Stefnir Stefánsson
Berbatov: Opinn fyrir endurkomu til Englands
Aftur í enska boltann?
Aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Hinn 36 ára gamli Dimitar Berbatov er samningslaus eftir að hann yfirgaf gríska félagið PAOK í júní síðastliðinn. Berbatov er kunnur ensku úrvalsdeildinni en hann gekk til liðs við Tottenham frá Leverkusen árið 2006, þaðan lá leiðin til Manchester United á lokadegi janúar gluggans árið 2008. Þá spilaði hann einnig fyrir Fulham frá árinu 2012 til ársins 2014.

Búlgarinn hefur verið orðaður við endurkomu í enska boltann og hefur Newcastle verið nefnt til sögunnar.

Í viðtali við The Times benti hann á leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic framherja Manchester United og Gareth Barry miðjumann Everton. En þeir eru enn þá að gera það gott í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann (Zlatan) hefur miklar fótboltagáfur, svo sjáum við Gareth Barry hjá Everton. Ég dáist að svona leikmönnum. Á þessum aldri er oft erfitt að halda í við þau háu gæði sem eru í enskum fótbolta. Báðum þessum leikmönnum hefur tekist það og það er aðdáunarvert.''

Aðspurður að því hvort hann væri opinn fyrir því að ganga til liðs við lærisveina Rafa Benitez sagðist hann vera opinn fyrir því að spila á Englandi einu sinni enn áður en skórnir færu á hilluna.

„Allt er mögulegt, mig langar að finna lyktina af grasinu einu sinni enn og þá sérstaklega á Englandi"
Athugasemdir
banner
banner
banner