fös 13. janúar 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea vill Payet - Morata til Arsenal?
Powerade
Alvaro Morata (til hægri) er orðaður við Arsenal.
Alvaro Morata (til hægri) er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Wilshere er eftirsóttur.
Wilshere er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Janúar slúðrið heldur áfram hjá ensku blöðunum.



Chelsea ætlar að reyna að fá Dimitri Payet (29) frá West Ham en hann vill fara frá Hömrunum. (Sun)

West Ham vill fá 35-40 milljónir punda fyrir Payet. (The Times)

Lyon er eina félagið sem er að reyna að fá Memphis Depay (22) frá Manchester United. Franska félagið hefur hins vegar boðið talsvert lægri upphæð en þær 15 milljónir punda sem Man Utd vill fá fyrir leikmanninn. (ESPN)

Jesse Lingard (24), kantmaður Manchester United, hefur samþykkt nýjan samning sem færir honum 95 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Manchester City, Everton og AC Milan eru að berjast um Jack Wilshere (25), miðjumann Arsenal. Wilshere er í láni hjá Bournemouth í dag en samningur hans hjá Arsenal rennur út eftir eitt og hálft ár. (Daily Star)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er að undirbúa tilboð í Alvaro Morata (24), framherja Real Madrid. (Daily Express)

Burnley hefur boðið 13 milljónir punda í Robbie Brady (24), kantmann Norwich. Crystal Palace og Sunderland vilja líka fá leikmanninn. (Daily Mirror)

Jeffrey Schlupp (24), kantmaður Leicester, er á leið til Crystal Palace á tólf milljónir punda. (Daily Mirror)

Everton vill fá varnarmanninn Vigil van Dijk (25) frá Southampton. (Daiy Star)

Paul Clement, stjóri Swansea, vonast til að landa bakverðinum Martin Olsson (28) frá Norwich. (Eastern Daily Press)

Leeds hefur hafnað sjö milljóna punda tilboði í Charlie Taylor (23), bakvörð Leeds, en WBA, Middlesbrough og Crystal Palace hafa öll boðið í hann. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner