Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 13. janúar 2017 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte öskraði á Costa: Farðu til Kína!
Hvað verður um Costa?
Hvað verður um Costa?
Mynd: Getty Images
Sagan um Diego Costa og óvissan í kringum hann heldur bara áfram að vinda upp á sig. Fyrr í kvöld var greint frá því að Costa hefði rifist við stjóra sinn, Antonio Conte, og upp úr því hafi verið tekin sú ákvörðun um að hann muni ekki spila á móti Englandsmeisturum Leicster City á morgun.

Ástæðurnar fyrir rifrildinu eru óljósar. Samkvæmt Daily Mail og Sky Sports er Costa ósáttur við læknateymi Chelsea og þá ákvörðun Conte að standa við bakið á því. Aðrir miðlar segja að Costa sé með risatilboð frá Kína á borðinu.

Sögur segja að kínverskt lið, þá líklegast Tianjin Quanjian, hafi boðið Costa risasamning og nú vilji hann fara. Talið er að tilboðið hljóði upp á 30 milljónir punda á ári!

Kaveh Solhekol, fréttamaður hjá Sky Sports, segir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að Costa og Conte hafi rifist heiftarlega og það síðasta sem Conte á að hafa sagt er: „Farðu til Kína!"

Hér að neðan má sjá tístið frá Solhekol.



Athugasemdir
banner
banner
banner