Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England um helgina - Liverpool mætir á Old Trafford
Coutinho gæti verið í byrjunarliði Liverpool um helgina.
Coutinho gæti verið í byrjunarliði Liverpool um helgina.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson mætir Arsenal
Gylfi Þór Sigurðsson mætir Arsenal
Mynd: Getty Images
Það verður heldur betur stórleikur í enska boltanum um helgina er Manchester United og Liverpool mætast kl 16:00 á sunnudaginn. Þessir miklu erkifjendur ætti að bjóða upp á rosalegan leik. Manchester United hefur verið á gríðarlegri siglingu á meðan Liverpool er í 2. sæti deildarinnar. Það er því mikið undir, bæði stolt og í baráttunni í deildinni.

Áður en sá stórleikur fer fram gerist ansi margt í deildinni. Þetta byrjar allt saman með leik Tottenham og WBA. Tottenham vonast til að vinna sjöunda leikinn í röð gegn erfiðu WBA-liði.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Southampton á heimavelli sínum á meðan Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fá heimsókn frá Arsenal og má búast við hörkuleik.

Topplið Chelsea fær svo ríkjandi Englandsmeistara í Leicester á útivelli og búast má við áhugaverðum leik. Everton og Manchester City sjá svo um að hita upp sviðið fyrir United og Liverpool.

Laugardagurinn 14. desember:
12:30 Tottenham - WBA (Stöð 2 Sport)
15:00 Burnley - Southampton
15:00 Hull - Bournemouth
15:00 Sunderland - Stoke
15:00 Swansea - Arsenal (Stöð 2 Sport)
15:00 Watford - Middlesbrough
15:00 West Ham - Crystal Palace
17:30 Leicester City - Chelsea

Sunnudagurinn 15. desember:
13:30 Everton - Manchester City (Stöð 2 Sport)
16:00 Manchester United - Liverpool (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner