Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. janúar 2017 08:40
Magnús Már Einarsson
Evra á leið til Crystal Palace
Evra í leiknum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum EM í sumar.
Evra í leiknum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrice Evra, vinstri bakvörður Juventus, er á leið til Crystal Palace samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

Samningaviðræður milli félaganna hafa gengið vel og Evra er sjálfur til í að fara til Palace.

HInn 35 ára gamli Evra fór frá Manchester United til Juventus fyrir tveimur og hálfu ári.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Juventus á tímabilinu og nokkur félög hafa sýnt áhuga í kjölfarið.

Sam Allardyce, stjóri Palace, virðist nú vera að landa Evra en hann er einnig að reyna að fá Jeffrey Schlupp frá Leicester og Carl Jenkinson frá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner