Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. janúar 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Fréttamolar - Nóg að frétta úr enska boltanum
Carl Jenkinson er á leið til Crystal Palace.
Carl Jenkinson er á leið til Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus er ekki kominn með leikheimild.
Gabriel Jesus er ekki kominn með leikheimild.
Mynd: Getty Images
John Stones snýr aftur á Goodison Park um helgina.
John Stones snýr aftur á Goodison Park um helgina.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið nóg að frétta á fréttamannafundum enskra félaga í dag. Hér að neðan má sjá nokkra fréttamola sem ekki er búið að fjalla um nú þegar.

- Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti í morgun að bakvörðurinn Carl Jenkinson sé líklega á leið til Crystal Palace. Wenger staðfesti einnig að Theo Walcott verði líklega frá keppni í tvær vikur í viðbót vegna meiðsla.

- David Moyes, stjóri Sunderland, hefur staðfest að félagið hafi hafnað tilboð frá Crystal Palace í vinstri bakvörðinn Patrick van Aanholt. Samkvæmt nýjustu fréttum er líklegt að Sam Allardyce semji við vinstri bakvörðinn Patrice Evra á næstu dögum.

- Hinn 19 ára gamli Gabriel Jesus mun ekki spila sinn fyrsta leik með Manchester City gegn Everton á sunnudag. Jesus er ekki ennþá kominn með leikheimild en hún ætti að berast fyrir leikinn gegn Tottenham eftir rúma viku. Jesus kom til City frá Palmeiras í sumar en hann kláraði tímabilið í Brasilíu áður en félagaskiptin gengu í gegn.

- John Stones, varnarmaður Manchester City, snýr aftur á Goodison Park í fyrsta skipti síðan hann fór frá Everton á 47,5 milljónir punda í sumar. „John Stones er nægilega sterkur til að takast á við það ef stuðningsmenn Everton baula á hann á Goodison. Ég vona að hann njóti virðingar frá stuðningsmönnum Everton," sagði Pep Guardiola, stjóri City.

- Antonio Conte, stjóri Chelsea, er ekki viss um að Nathan Ake fái strax tækifæri með liðinu. Ake er kominn aftur til Chelsea eftir að hafa staðið sig vel á láni hjá Bournemouth fyrri hluta tímabils. Conte vill gefa honum tíma til að aðlagast leikstíl Chelsea.

- Conte greindi einnig frá því að John Terry, fyrirliði Chelsea, sé ekki á förum. Terry klárar tímabilið með Chelsea að sögn Conte en varnarmaðurinn hafði verið orðaður við Bournemouth.

- Ronald Koeman, stjóri Everton, ætlar að ákveða á morgun hvort Morgan Schneiderlin verði í leikmannahópnum gegn Manchester City á sunnudaginn. Schneiderlin kom til Everton frá Manchester United á 20 milljónir punda í gær. Franski miðjumaðurinn fær treyju númer 2 en það er treyjan sem bakvörðurinn Tony Hibbert spilaði í hjá Everton um árabil.

- Jonathan Walters, framherji Stoke, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð á hné.

- Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, hefur gaman að því að láta þá sem efast um sig þurfa að éta orð sín. „Gagnrýni hefur engin áhrif á mig því ég hef þurft að þola hana allan minn feril. Gagnrýni er eitthvað sem ég nota til að gíra mig upp. Fólk segir að ég sé búinn eða hitt og þetta. Fyrrverandi leikmenn eru að segja þetta, menn sem ég man ekki eftir þegar þeir spiluðu. Það er samt klárt að þeir munu alla ævi muna eftir mér," segir Zlatan.

- Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem var á forsíðu Fótbolta.net telja 44% lesenda að Chelsea verði enskur meistari. 56% reikna með að eitthvað annað lið muni hampa titlinum.

- Morgan Schneiderlin ber engan kala til Jose Mourinho þrátt fyrir að hafa ekki fengið mörg tækifæri undir Portúgalanum. Schneiderlin gekk í gær í raðir Everton frá Manchester United. „Jose hefur reynst mér vel. Ég sætti mig við hans ákvörðun og að eru engin illindi milli okkar. Ég lærði mikið hjá þessu frábæra félagi. Ég vildi fá meiri spiltíma, ég er fótboltamaður og vildi ekki sóa einu ári á bekknum," segir Schneiderlin.
Athugasemdir
banner
banner
banner